Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2018

Gildi þess að sjá bolta og umhverfi

Á æfingum mínum í Coerver Coaching legg ég mikla áherslu á að kenna og þjálfa upp leikskilning strax frá unga aldri.   Í   gamla daga var sagt að ekki væri hægt að kenna leikskilning.   Það væri eitthvað sem kæmi með reynslunni og á því að spila leikinn.   Að sjálfsögðu geta menn þjálfað upp slíkt á löngum tíma en ég er algjörlega ósammála því að ekki sé hægt að kenna leikskilning strax frá unga aldri.   Eins er ég ósammála þeirri gömlu fullyrðingu að ekki sé hægt að kenna og þjálfa tækni.   Talið var að sumir væru með tæknina og aðrir bara ekki!   Og sem betur fer, held ég að flestir séu ekki þeirrar skoðunar lengur.   Hinsvegar hef ég heyrt utan að mér suma þjálfara velta fyrir sér? , , Af hverju er verið að kenna gabbhreyfingar?  Það er ekki eins og menn séu að nota þær í leiknum!  Menn þurfa að geta tekið á móti bolta og sent!  That´s it!!! “ Slíkar fullyrðingar lýsa að mínu mati algjörri vanþekkingu á hæfileikamótun ungra leikmanna!   Samkvæmt rannsóknum þá kemur staðan 1v1