Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2018

Uppbygging Æfinga

Við þjálfun ungra leikmanna skiptir uppbygging æfinga gríðarlega miklu máli. Skoðanir eru sjálfsagt misjafnar á því eins og gengur. Mín skoðun er sú að hefðbundin fótboltaæfing eigi að innihalda eina megin stefnu eða þema. Allt frá upphitun þarf æfingin að vera uppbyggð með endirinn í huga og þannig þróast áfram þar til ákveðnu hámarki er náð. Í framhaldi af því á að enda æfingar með frjálsu spili hvar leikmenn eru kvattir til að hugsa um og framkvæma þá hluti sem þeir voru að æfa. Með vel skipulögðum æfingum hvar erfiðleikastigið eykst smám saman náum við að koma þeim þáttum sem við erum að kenna/þjálfa smám saman inn í leik leikmanna/iðkenda. Þannig hefur allt sem kennt er og þjálfað á æfingum svokallað ,,leikrænt gildi” og tilgangurinn því að leikmenn geti notað og framkvæmt færnina í leik. Hér að neðan kemur dæmi um uppbyggingu á æfingu sem hentar vel fyrir eldri aldursflokka. Æfingin miðast að því að hjálpa leikmönnum að verða betri í því að halda bolta innan liðsins