Fara í aðalinnihald

Færslur

Leikmenn með fjölbreytta virkni

Að þjálfa unga leikmenn í sérstökum leikstöðum er mikil tímaskekkja að mínu mati og beinlínis röng þjálfun! Það á alls ekki að þjálfa leikmenn í yngri flokkum upp í einhverja eina leikstöðu! Það er rangt! Heldur þurfa leikmenn að vera þjálfaðir þannig að þegar upp í meistaraflokk er komið hafi þeir fjölbreytta „virkni“. Verði hinn fullmótaði leikmaður ef maður getur sagt sem svo þ.e. leikmaður sem getur til jafns bæði varist og sótt og tekist á við síbreytilegar aðstæður leiksins. Til þess þurfa leikmenn að hafa yfir að ráða fjölbreyttri virkni og færni. 1v1 hreyfingar gera gæfumuninn. Þó að lið sé miklu meira með boltann heldur en mótherjinn, þá ef mótherjinn er vel skipulagður og verst vel, getur reynst þrautinni þyngri að brjóta slík lið á bak aftur. Leikmenn sem geta búið til eitthvað úr engu eru sannarlega gulls ígildi fyrir öll lið og hefur það ekkert breyst og mun ekkert breytast. Æfingar í yngri flokkum þurfa því að endurspegla þetta og er grunnfærni einstaklings lykilatriði og
Nýlegar færslur

Þrjú Stig!

 Í æfinga og kennsluáætlun Coerver Coaching viðhöfum við einstaklingsmiðaðar æfingar og leikæfingar í smáum hópum.  Æfingar eru leikgrænar með auknu erfiðleikastigi og hjálpa þannig leikmanninum að þjálfa með sér leikskilning og getu til ákvarðanna við síbreytilegu ástandi leiksins.  Grunnurinn að þessu er grunnfærni einstaklingsins.  Fyrir okkur í Coerver Coaching er grunnfærni einstaklingsins eftirfarandi:  Fyrsta snerting, móttaka og sending, hlaupa með bolta, 1v1 hreyfngar og klára marktækifæri.  Grunnfærnin er undirstaða þess að hægt sé að þjálfa aðra þætti leiksins. Þannig að í grunninn skiptir algjöru lykilatriði að okkar mati að æfingar séu uppbyggðar þannig að þær séu leikgrænar(game related) með auknu erfiðleikastigi og leikmaðurinn læri að bregðast við og hafi færni til að nýta sér síbreytilegar aðstæður leiksins. Við viljum skipta æfingavegferð leikmanna 16 ára og yngri í ÞRJÚ STIG.  Vegferðin á að vera eftirfarandi að okkar mati:   Fyrsta stig: 4-6 ára: Þróa með sér

Einstaklingsmiðuð þjálfun í fótbolta

Mín skoðun er sú að árangur liða er undir gæðum einstaklinganna sem þau skipa kominn. Það er hægt að tala um gildi leikkerfa, leikstíla, leikgreininga.  En þegar allt er á botninn hvolft eru það gæði leikmannanna sjálfra sem skilja á milli. Nálgunin í þjálfuninni þarf því að vera einstaklingsmiðuð að mínu mati! Óháð leikkerfum og leikstílum þá eru það ætíð leikmennirnir sem geta búið til eitthvað úr engu sem vinna leikina.  Í yngri flokkum má aldrei liðið vera í forgangi heldur einstaklingarnir.  Leikæfingar eiga að vera í smáum hópum með auknu erfiðleikastigi. Æfingarnar leikgrænar og aðlaðandi. Heimaæfingar eru gríðarlega mikilvægur þáttur og er gaman að sjá menn nú á þessum erfiðleikatímum duglega að hvetja til þeirra á meðal ungra iðkenda. Í meistaraflokki, sérstaklega í efstu deildunum hvort heldur er hér heima eða erlendis þá eru nánast allar upplýsingar uppi á borðinu og aðgengið að öllu í því sambandi alltaf að verða betra og betra.  Það er fátt ef ekkert sem kemur mótherjum

Knattstjórnun

Knattstjórnunaræfingar eru algjört lykilatriði í hæfileikamótun ungra leikmanna. Xavi Hernandes fyrrum fyrirliði Barcelona  og af mörgum talinn einn besti sendingarmaður allra tíma, sagði í viðtali fyrir nokkrum árum, að að hans mati væru knattstjórnunaræfingar grunnurinn að sendingarfærni!  Grunnfærni einstaklingsins er að mati okkar í Coerver Coaching fyrsta snerting á bolta, mótttaka og sending, 1v1 hreyfingar, hlaupa með bolta og klára marktækifæri.  Knattstjórnun er grunnurinn að þessu öllu saman.  Þeir sem eru duglegir að æfa knattstjórnun fá betri fyrstu snertingu á bolta.  Með betri fyrstu snertingu eykst sendingafærnin sömeiðis.  Auk þess sem tíminn á boltanum verður meiri os.frv.   Knattstjórnun styrkir svo sömuleiðis knattraksfærnina, skotfærnina o.frv. Það gildir einu hversu gamall/gömul þú ert eða á hvaða getustigi þú ert nákvæmlega núna. Það er aldrei of seint að bæta leik sinn.  Fyrir þá sem vilja æfa sína knattstjórnun þá eru hér nokkur ráð.  1. Gefðu þér

Háum hatti fylgir ekki alltaf hátt enni

Mikilvægi þess að vera með rannsóknir til að styðja við bakið á æfinga og hugmyndafræði í þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu er að flestra mati gríðarlegt. Innan knattspyrnunnar almennt, í hinum stóra heimi þá held ég að það sé sameiginlegt álit flestra ef ekki allra sem koma að stjórnun þar. Það er viðurkennt að hinn hinn gullni aldur til að læra tækni í knattspyrnu er 6-12 ára. Það er einnig viðurkennt að taugakerfið í börnum er í mestri mótun í kringum 12-13 ára aldurinn. Af þeim sökum hlýtur það að segja töluvert um framtíð hæfileikamótunnar leikmanna hvernig æfingum er háttað á þeim aldri. Ef æfingar eru þannig úr garði gerðar að mikið er um hlaup og æfingar sem ekki styrkja grunnfærni leikmanna (sem leikmenn geta síðar byggt ofan á). Þá er verið að fara á mis við gríðarlega mikilvægan þátt og tíma í þroskaferli ungra leikmanna. Hvernig tekst til með þjálfun á þessum aldri og hvernig hún fer fram getur sagt mikið til um framtíð leikmanna síðar meir. Þjálfarar sem leggja of

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu

Við þjálfum barna og unglinga í knattspyrnu er mikilvægt að leiðarstef þjálfunarinnar sé tæknileg færni iðkenda. Fyrir það fyrsta eiga allar æfingar að hefjast á einhversskonar knattstjórnunar(ball mastery) æfingum.  Að hlaupa í hringi eða þess háttar upphitunaræfingar hafa engan tilgang og eiga ekki að vera hluti af þjálfun yngriflokka í knattspyrnu. Æfingauppbygging þarf að vera með þeim hætti að færni sé kennd á yfirvegaðan hátt. Erfiðleikastigið og hraðann á svo að auka smá saman þar til komið er í leikrænar aðstæður undir fullri pressu.   Í framhaldinu er mikilvægt að leikmenn séu hvattir til að reyna sig við þá færni sem kennd hefur verið í leikspili sem allar æfingar eiga að enda á.   Þannig helst rauður þráður út í gegnum æfinguna og er hún sem ein heild.  Það sem þjálfarar gera stundum er að kenna of mikið eða ,,over coach”(hefur undirritaður fallið í þá gryfju oftar en hann kærir sig um). Það reynist aldrei vel og of mikið af upplýsingum er aldrei af hinu góða

Uppbygging Æfinga

Við þjálfun ungra leikmanna skiptir uppbygging æfinga gríðarlega miklu máli. Skoðanir eru sjálfsagt misjafnar á því eins og gengur. Mín skoðun er sú að hefðbundin fótboltaæfing eigi að innihalda eina megin stefnu eða þema. Allt frá upphitun þarf æfingin að vera uppbyggð með endirinn í huga og þannig þróast áfram þar til ákveðnu hámarki er náð. Í framhaldi af því á að enda æfingar með frjálsu spili hvar leikmenn eru kvattir til að hugsa um og framkvæma þá hluti sem þeir voru að æfa. Með vel skipulögðum æfingum hvar erfiðleikastigið eykst smám saman náum við að koma þeim þáttum sem við erum að kenna/þjálfa smám saman inn í leik leikmanna/iðkenda. Þannig hefur allt sem kennt er og þjálfað á æfingum svokallað ,,leikrænt gildi” og tilgangurinn því að leikmenn geti notað og framkvæmt færnina í leik. Hér að neðan kemur dæmi um uppbyggingu á æfingu sem hentar vel fyrir eldri aldursflokka. Æfingin miðast að því að hjálpa leikmönnum að verða betri í því að halda bolta innan liðsins