Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2017

Nýtum Tímann

Í þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu er mikilvægt að allur æfingatími sé eins vel nýttur og mögulegt er. Aldurinn 8-14 ára er oft kallaður hinn gullni aldur í hæfileikamótun ungra knattspyrnumanna þ.e. á þessum aldri eru leikmenn móttækilegastir og lífræðilega best til þess fallnir að þjálfa upp góða tækni(þó allir geta á öllum tíma og aldurskeiðum bætt sig)  Lykilatriðið er samt grunnfærnin sem allir aðrir þættir leiksins eru svo byggðir ofan á. Grunnfærni einstaklingsins eru að mínu mati eftirfarandi atriði.   Fyrsta snerting á bolta Hlaupa með bolta 1v1 hreyfingar Skjóta á mark Grunnurinn að þessu öllu er svo knattstjórnun eða “ball mastery”. Á þessum tiltekna aldri er gríðarlega mikilvægt að ofangreindir þættir séu útgangspunktar í allri þjálfun og sá grunnur sem aðrir þættir þjálfunar eru svo byggðir ofan á. Fyrir okkur í Coerver Coaching er algjört lykilatriði að boltinn sé miðpunktur alls í þjálfun barna og unglinga.  Allt frá byrjun æfin

Leikstíll & Hæfileikamótun Ungra Leikmanna

Knattspyrna er liðsíþrótt hvar keppt er til sigurs. Sigur er alltaf markmið keppnisíþrótta.  Við þjálfun barna og unglinga er hinsvegar mikilvægt að sigur sé ekki á kostnað hæfileikamótunar. Því ef svo er þá verða ungir leikmenn af mikilvægum þáttum í sínu þróunarferli sem minnka möguleika þeirra á að ná sínum markmiðum í framtíðinni.  Ósigrar eru hluti af leiknum. Alveg eins og mistök eru hluti af velgengni. Nelson Mandela sagðist eitt sinn aldrei hafa upplifað ósigra. Heldur eingöngu sigra og lærða reynslu.  Mig langar að velta upp tveimur spurningum hér.   1. Hvaða leið og leikstíl er best að nota til að sigra í knattspyrnuleikjum? 2. Hvaða leið og leikstíl er best að nota í hæfileikamótun ungra leikmanna?  Ég svara fyrri spurningunni fyrst. Til þess ætla ég að nota sem dæmi tvo sigursæla þjálfara úr nútímanum. Þá Pep Guardiola(Manchester City) og Diego Simone(Atletico Madrid).  Leiðir þeirra eru trauðla ólíkar að sama markmiðinu þ.e. að sigra í knattspyrnuleikjum og vi

Gildi Grunnfærni Einstaklingsins Í Leik Framtíðarinnar

Í gegnum söguna hafa margir bestu knattspyrnumenn heims verið frábærir bæði með bolta(knattstjórnun) og í 1v1 hreyfingum.  1v1 hreyfingar hafa oft verið taldar vera eitthvað sem “bestu leikmennirnir” finna hjá sjálfum sér og eitthvað sem þeir jafnvel fá í gjöf frá “almættinu” en aðrir ekki.  Við í Coerver Coaching erum ekki sammála þeirri skoðun enda kennum við þessa þætti skipulega í okkar æfinga og kennsluáætlun.  Á meðan knattstjórnun eða Ball Mastery og 1v1 hreyfingar eru bara tveir af mörgum þáttum í kennsluáætlun Coerver® Coaching, þá eru þeir okkur mikilvægir af nokkrum ástæðum.  Leikmenn með algjöra stjórn á bolta(knattstjórnun) og góða færni í 1v1 hreyfingum eru oft þeir leikmenn sem geta skipt sköpum í leikjum, þ.e. búa til marktækifæri þrátt fyrir að móherjinn sé í “yfirtölu” eða hafa hæfileika til að halda bolta í liði á litlum svæðum þegar möguleikarnir eru ekki miklir til að sækja fram á við.  Knattstjórnun og 1v1 æfingar eru einnig frábær leið til að bæta hraða

Boltinn Er Miðpunktur

Það þarf margt til að ná árangri sem knattspyrnumaður. Fyrst og síðast þarf leikmaður að búa yfir góðri færni þ.e. vera góð(ur) í fótbolta. Til þess að vera góð(ur) í fótbolta þarf endalausar æfingar, og ekki er nóg að æfa endalaust. Það þarf að æfa RÉTT.  Íslenskir knattspyrnumenn æfa upp til hópa mjög mikið. En oft á tíðum snýst æfingatíminn um of um æfingar án bolta. Boltinn á alltaf að vera miðpunktur æfingarinnar, óðháð aldri að mínu mati. Við vitum að besti aldurinn til að læra tækni er ca 8-14 ára. Hinsvegar geta allir bætt sig og náð þannig betri færni óháð aldri. Til þess að leikmaður vaxi jafnt og þétt í gegnum sinn feril þá verður hann eða hún að æfa rétt og hafa boltann sem miðpunkt. Ýmsar hlaupa og lyftingaæfingar skipa of stóran sess í æfingaáætlunum liða allt niður í 3. flokk sem er mjög miður að mínu mati. Það er þróun sem við þurfum að breyta sem fyrst!  Leikmenn á borð við Xavi, Beckham og Giggs sem eru enn að spila á hæsta stigi langt, komnir á fertugsaldur. Hafa

Sjáum Skóginn Fyrir Trjánum

Hvað er góð þjálfun? Hvernig skilgreinum við árangur í þjálfun barna og unglinga?  Árangur í knattspyrnu er oftar en ekki mældur í sigrum.  Eðlilega er það aðal mælikvarðinn í meistaraflokki. Reyndar er það mín skoðun að það megi ekki vera eini mælikvarðinn.   En varðandi þjálfun barna og unglinga er það algjört óráð!   Vinna þjálfara á fyrst og fremst að snúast um það að móta og þjálfa upp hæfileika ungra leikmanna óháð getu hvers og eins. Það eiga allir skilið góða þjálfun! Þetta þurfa stjórnarmenn og foreldrar að gera sér grein fyrir. Einnig þarf að ákveða hvernig hæfilieikamótun eigi að fara fram og hvernig umhverfi eigi að skapa til að iðkendur njóti sín og fái rúm til að ná framförum.   Þjálfarar eru oftar en ekki undir gríðarlegri pressu í yngri flokkum að vinna leiki og knattspyrnumót. Þjálfari sem vinnur leiki er talinn vera góður þjálfari! Nú tek ég það fram að ég er ekki á móti því að vinna leiki. Það eiga allir að fara í hvern leik til að vinna. Hinsvegar má það e

Hliðarskref eins og Messi

Það eru fáir sem deila um það að Lionel Messi, leikmaður Barcelona sé einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar. Messi sem hefur unnið Ballon d'Or verðlaunin fjórum sinnum býr yfir einstakri færni.  Þegar ég segi færni þá meina ég tæknileg atriði undir pressu við leikrænar aðstæður.  Þó Messi búi yfir einstakri færni þá er það svo að ungir leikmenn geta lært þessa færni. Ef hreyfingarnar eru brotnar niður og æfðar skref fyrir skref þá geta áhugasamir leikmenn lært færni Messi!  Messi notar töluvert ákveðna gabbhreyfingu sem við kennum í Coerver Coaching. Þessa frábæru Coerver æfingu er hægt að nota til að komast fram hjá mótherja, búa til svæði, framkvæma skot eða til að rekja bolta á ferð.  Ef einhverjir muna eftir markinu hjá Messi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2011 á móti Man. Utd þá var það þessi tiltekna gabbreyfing sem bjó til það svæði sem Messi þurfti til að setja boltann í bláhornið, óverjandi fyrir Edwin Van Der Sar.  Þrjú - mikilvæg skref fyrir leikmen

Knattstjórnun

Knattstjórnunaræfingar eru algjört lykilatriði í hæfileikamótun ungra leikmanna. Xavi Hernandes fyrirliði Barcelona sagði í nýlegu viðtali að knattstjórnunaræfingar væru algjör undirstaða leiksins að hans mati!  Leikmaður með góða knattstjórnun nýtur leiksins miklu betur hvar t.a.m. móttaka á bolta er með allt öðrum hætti en hjá leikmanni sem leggur ekki mikið upp úr slíkum æfingum.  Ef við myndum nota þá samlíkingu að hæfileikamótun leikmanna í fótbolta væri eins og að byggja hús, þá er knattstjórnun grunnurinn sem við byggjum aðra þætti út frá.   Grunnurinn verður að vera traustur og góður þannig að hægt sé að byggja flotta höll   Allt það frábæra sem gerist í leiknum er þegar einhver er með boltann. Þannig að mikilvægi þess að þjálfa upp gott „touch“( eins sagt er á fótboltamáli) sem og samhæfingu, skottækni, færni til að rekja bolta og senda er algjört lykilatriði fyrir hvern og einn leikmann.  Þjálfum upp góðar venjur   Knattstjórnun kemur með því að æfa sig með bolta.

Færni Ungra Knattspyrnumanna

Þegar Gerard Houllier var fræðslustjóri franska knattspyrnusambandsins þá lét hann gera rannsókn á því hversu oft staðan 1v1 kæmi fyrir í einum knattspyrnuleik. Niðurstaðan var sú(þá) að það kemur allt að 300 sinnum fyrir staðan 1v1 í knattspyrnuleik.  Það eru liðin mörg ár síðan þessi rannsókn var framkvæmd og leikurinn orðinn enn hraðari og kröfuharðari á færni leikmanna.  Oftar en ekki er ungum leikmönnum fyrirskipað að senda boltann einfalt frekar en að reyna flóknari hluti s.s. að senda erfiðari sendingar( úrslitasendingar eins og Gylfi og Fabregas sem geta breytt leikjum), einleika og búa þannig til svæði fyrir sjálfan sig og aðra eins og Robben, Ronaldo og Messi.  Fyrir þann sem ekki reynir gerist tvennt. Annarsvegar gerir hann eða hún aldrei mistök og hinsvegar nær hann eða hún engum framförum!  Við getum spurt okkur þeirrar spurningar hvað leikmenn eiga að gera þegar það er enginn til að senda á? Eiga leikmenn að sparka boltanum útaf? Eða þurfa leikmenn að hafa verkf

Móttaka + Sending

Ég segi alltaf móttaka á undan sendingu af þeirri einföldu ástæðu að ef móttakan er góð er auðveldara að senda.  Móttaka og sending er stór hluti af kennsluáætlun okkar í Coerver Coaching.  Kennsluáætlun Coerver Coacing   Knattstjórnun   Einn bolti á hvern leikmann. Æfingar hvar áhersla er lögð á að  þjálfa jafnt báðar fætur og stöðugar endurtekningar  Móttaka og Sending   Æfingar og leikir sem þjálfa upp góða fyrstu snertingu á bolta  og sömuleiðis nákvæmar og skapandi sendingar  Hreyfingar 1v1   Æfingar og leikir sem þjálfa upp færni leikmanna í stöðunni  1v1 og hjálpa viðkomandi í að búa til pláss gegn þéttri vörn mótherjanna  Hraði   Æfingar og leikir sem leggja áherslu á að bæta hraða, kraft og  samhæfingu með og án bolta  Klárun   Æfingar og leikir sem leggja áherslu á að bæta tækni og  ákvarðanartöku fyrir framan markið  Spilæfingar   Æfingar og leikir í smáum hópum sem leggja áherslu á hraðar sóknir  Vissirðu það að fyrsta leiðin til að bæta móttöku