Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2019

Háum hatti fylgir ekki alltaf hátt enni

Mikilvægi þess að vera með rannsóknir til að styðja við bakið á æfinga og hugmyndafræði í þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu er að flestra mati gríðarlegt. Innan knattspyrnunnar almennt, í hinum stóra heimi þá held ég að það sé sameiginlegt álit flestra ef ekki allra sem koma að stjórnun þar. Það er viðurkennt að hinn hinn gullni aldur til að læra tækni í knattspyrnu er 6-12 ára. Það er einnig viðurkennt að taugakerfið í börnum er í mestri mótun í kringum 12-13 ára aldurinn. Af þeim sökum hlýtur það að segja töluvert um framtíð hæfileikamótunnar leikmanna hvernig æfingum er háttað á þeim aldri. Ef æfingar eru þannig úr garði gerðar að mikið er um hlaup og æfingar sem ekki styrkja grunnfærni leikmanna (sem leikmenn geta síðar byggt ofan á). Þá er verið að fara á mis við gríðarlega mikilvægan þátt og tíma í þroskaferli ungra leikmanna. Hvernig tekst til með þjálfun á þessum aldri og hvernig hún fer fram getur sagt mikið til um framtíð leikmanna síðar meir. Þjálfarar sem leggja of

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu

Við þjálfum barna og unglinga í knattspyrnu er mikilvægt að leiðarstef þjálfunarinnar sé tæknileg færni iðkenda. Fyrir það fyrsta eiga allar æfingar að hefjast á einhversskonar knattstjórnunar(ball mastery) æfingum.  Að hlaupa í hringi eða þess háttar upphitunaræfingar hafa engan tilgang og eiga ekki að vera hluti af þjálfun yngriflokka í knattspyrnu. Æfingauppbygging þarf að vera með þeim hætti að færni sé kennd á yfirvegaðan hátt. Erfiðleikastigið og hraðann á svo að auka smá saman þar til komið er í leikrænar aðstæður undir fullri pressu.   Í framhaldinu er mikilvægt að leikmenn séu hvattir til að reyna sig við þá færni sem kennd hefur verið í leikspili sem allar æfingar eiga að enda á.   Þannig helst rauður þráður út í gegnum æfinguna og er hún sem ein heild.  Það sem þjálfarar gera stundum er að kenna of mikið eða ,,over coach”(hefur undirritaður fallið í þá gryfju oftar en hann kærir sig um). Það reynist aldrei vel og of mikið af upplýsingum er aldrei af hinu góða