Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2018

Vitsmunaleg Færni í Knattspyrnu

Stundum er sagt að knattspyrnuþjálfun fari í hringi.   Er þá átt við að þessa stundina leggi allir áherslu á einhvern ákveðinn þátt frekar en einhvern annan. Þetta fer oftast eftir því hverjir skara fram úr á hverjum tíma. Ef við horfum aftur í tímann þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Á níunda áratug síðustu aldar voru menn t.d. mjög uppteknir af líkamlegu formi leikmanna. Var mikið unnið með hlaup og fleira án bolta, og í raun æfingar sem í dag myndu teljast ekki tengjast fótboltanum mikið.  Ástæðan var þýska landsliðið.  Oft nefnt þýska stálið!  Þeir unnu flesta fótboltaleiki á þessum tíma(og gera reyndar enn) og voru mjög líkamlega sterkir og höfðu mikið og gott úthald. Miklir íþróttamenn. Á árunum 1980-1990 varð þýska karlalandsliðið í fóbolta bæði Heims og Evrópu meistari. Fór auk þess tvisvar í úrslitaleik HM(vann s.s. einu sinni og var tvisvar í öðru sæti), og einu sinni að auki í undanúrslit EM. Þeir voru í raun fyrirmynd þessara ára.  Í Þýskalandi va