Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2020

Einstaklingsmiðuð þjálfun í fótbolta

Mín skoðun er sú að árangur liða er undir gæðum einstaklinganna sem þau skipa kominn. Það er hægt að tala um gildi leikkerfa, leikstíla, leikgreininga.  En þegar allt er á botninn hvolft eru það gæði leikmannanna sjálfra sem skilja á milli. Nálgunin í þjálfuninni þarf því að vera einstaklingsmiðuð að mínu mati! Óháð leikkerfum og leikstílum þá eru það ætíð leikmennirnir sem geta búið til eitthvað úr engu sem vinna leikina.  Í yngri flokkum má aldrei liðið vera í forgangi heldur einstaklingarnir.  Leikæfingar eiga að vera í smáum hópum með auknu erfiðleikastigi. Æfingarnar leikgrænar og aðlaðandi. Heimaæfingar eru gríðarlega mikilvægur þáttur og er gaman að sjá menn nú á þessum erfiðleikatímum duglega að hvetja til þeirra á meðal ungra iðkenda. Í meistaraflokki, sérstaklega í efstu deildunum hvort heldur er hér heima eða erlendis þá eru nánast allar upplýsingar uppi á borðinu og aðgengið að öllu í því sambandi alltaf að verða betra og betra.  Það er fátt ef ekkert sem kemur mótherjum

Knattstjórnun

Knattstjórnunaræfingar eru algjört lykilatriði í hæfileikamótun ungra leikmanna. Xavi Hernandes fyrrum fyrirliði Barcelona  og af mörgum talinn einn besti sendingarmaður allra tíma, sagði í viðtali fyrir nokkrum árum, að að hans mati væru knattstjórnunaræfingar grunnurinn að sendingarfærni!  Grunnfærni einstaklingsins er að mati okkar í Coerver Coaching fyrsta snerting á bolta, mótttaka og sending, 1v1 hreyfingar, hlaupa með bolta og klára marktækifæri.  Knattstjórnun er grunnurinn að þessu öllu saman.  Þeir sem eru duglegir að æfa knattstjórnun fá betri fyrstu snertingu á bolta.  Með betri fyrstu snertingu eykst sendingafærnin sömeiðis.  Auk þess sem tíminn á boltanum verður meiri os.frv.   Knattstjórnun styrkir svo sömuleiðis knattraksfærnina, skotfærnina o.frv. Það gildir einu hversu gamall/gömul þú ert eða á hvaða getustigi þú ert nákvæmlega núna. Það er aldrei of seint að bæta leik sinn.  Fyrir þá sem vilja æfa sína knattstjórnun þá eru hér nokkur ráð.  1. Gefðu þér