Fara í aðalinnihald

Vitsmunaleg Færni í Knattspyrnu

Stundum er sagt að knattspyrnuþjálfun fari í hringi.  Er þá átt við að þessa stundina leggi allir áherslu á einhvern ákveðinn þátt frekar en einhvern annan.

Þetta fer oftast eftir því hverjir skara fram úr á hverjum tíma.

Ef við horfum aftur í tímann þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós.

Á níunda áratug síðustu aldar voru menn t.d. mjög uppteknir af líkamlegu formi leikmanna. Var mikið unnið með hlaup og fleira án bolta, og í raun æfingar sem í dag myndu teljast ekki tengjast fótboltanum mikið.  Ástæðan var þýska landsliðið.  Oft nefnt þýska stálið! 
Þeir unnu flesta fótboltaleiki á þessum tíma(og gera reyndar enn) og voru mjög líkamlega sterkir og höfðu mikið og gott úthald. Miklir íþróttamenn.

Á árunum 1980-1990 varð þýska karlalandsliðið í fóbolta bæði Heims og Evrópu meistari. Fór auk þess tvisvar í úrslitaleik HM(vann s.s. einu sinni og var tvisvar í öðru sæti), og einu sinni að auki í undanúrslit EM.

Þeir voru í raun fyrirmynd þessara ára.  Í Þýskalandi var mikið talað um mikilvægi líkamlegs atgervis leikmanna og var það mikið til leiðarstef þjálfunnar á þessum árum.

Á seinni hluta níunda áratugarins hóf sól AC Milan og Ariggo Sacchi sig á loft og hékk þar í hátt í tíu ár.   
Velgengni AC Milan var gríðarleg á árunum 1987-1996.  Á þeim tíma unnu þeir m.a. ítölsku deildina(Seria A) 5 sinnum og meistaradeildina þrisvar (fóru alls 5 sinnum í úrlistaleikinn).
Liðið var með tvo þjálfara á þessum tíma, áðurnefndan Sacchi og svo Fabio Capello(sem margir þekkja).  

Milan spilaði sitt fræga 4-4-2 leikkerfi, jafnan með tígulmiðju. 
Milan liðið pressaði mótherja sína hátt uppi á vellinum og spilaði hreina svæða vörn sem ekki hafði verið mikið brúkuð áður. Sacchi var mikill frumkvöðull á þessu sviði og hefur kannski ekki fengið þá virðingu innan knattspyrnuheimsins sem hann á skilið.  En það er efni í annan pistil.

Á þessum árum einkenndist öll umræða og þjálfun í kringum taktíkina eða leikkerfið.  Það væri leikkerfið sem skipti mestu máli.  Allir fóru að spila sama leikkerfi t.a.m. var talið æskilegt að félög léku sama leikkerfi í öllum liðum þ.e. frá yngri flokkum og upp í meistaraflokk. Svo ungir leikmenn myndu nú þekkja leikkerfið þegar þeir kæmu upp í meistaraflokk.

Eftir að velgengni Milan lauk og næstu ca 10 ár á eftir komu fram á sjónarsviðið frábærir knattspyrnumenn s.s Zidane, Rivaldo, Ronaldinho, Ronaldo hinn brasilíski, Henry og svo auðvitað Lionel Messi og Cristiano Ronaldo (sem gera garðinn frægann enn um sinn eins og allir vita). 

Á þessum tíma breyttist tízkan úr mikilvægi leikkerfa yfir í mikilvægi tækninnar.

Á þeim tímum sem við lifum nú snúast hlutirnir mikið um færni leikmanna til að taka rétta ákvarðanir á réttum tíma og í því sambandi gildi svokallaðar vitsmunalegrar þjálfunnar eða cognetive training.

Leikmenn þurfa að hafa yfir að ráða ekki bara færni heldur svokallaðri “vitsmunalegri færni”.

Svæðið og tíminn sem leikmenn hafa í dag er alltaf að verða minna og minna.  Máttur réttra ákvarðanna á réttum tíma skilur sem aldrei fyrr og í raun miklu meira nú en áður á milli feigs og ófeigs.

Eins og áður hefur komið fram í pistlum mínum þá byrjum við í Coerver Coaching strax frá unga aldri að kenna leikmönnum að sjá bolta og umhverfi og raun má segja að það sé fyrsta skrefið í “vitsmunalegri þjálfun”
Gaman er að segja frá því að á á síðustu 34 árum, burstséð frá því hvaða þjálfunaraðferð og áherslur hafa verið fyrirferðamestar á hverjum tíma.  Hefur Coerver Coaching hjálpað leikmönnum, þjálfurum, foreldrum, félögum og knattspyrnusamböndum með alla þá þætti sem hafa verið uppi á borðinu á hverjum tíma.

Ástæðan er sú að í gegnum hugmynda og kennsluáætlun Coerver Coaching snertum við á öllum þessum þáttum.

Gildin breytast ekki þó áherslur geri það :)

Fjölbreytt tækni eða færniþjálfun hjá ungum leikmönnum hefur í raun aldrei átt meira við en einmitt núna.

Til þess að leikmenn geti tekið réttar ákvarðanir á réttum tíma, séð og skynjað aðstæður og þar með greint þann síbreytileika sem er endalaus í fótboltleik dagsins í dag. Þá þurfa leikmenn að hafa yfir að ráða mikilli, fjölbreyttri og góðri færni.

Við þurfum líka að spyrja okkur í hvaða hlutum getum við bætt okkur?

Þjálfuninni er oft skipt upp í þessa fjóra þætt

Taktík, Hugarfar, Líkamlegt form, Færni

Að sjálfsögðu er hægt að bæta sig á öllum þessum sviðum en mesta rúmið til bætingar að mínu mati er í færninni.

Leikurinn er alltaf að verða hraðari og hraðari.  Svæðið sem leikmenn hafa til að athafna sig er alltaf að verða minna og minna.  Mikilvægi góðrar fyrstu snertingar hefur trúlega aldrei verið meiri  en einmitt núna og á bara eftir að aukast.  

Til þess að leikmenn geti tekið réttar ákvarðanir á réttum tíma þurfa þeir í grunninn að hafa frábæra fyrstu snertingu á bolta og á sama tíma getað séð og greint aðstæður. Ásamt því að hafa yfir að ráða fjölbreyttri knattspynurlegri færni.

Til að þjálfa upp frekari leikskilning og vitsmunalega færni í knattspyrnu tel ég að æfingar þurfi að vera “game related” og erfiðleikastigið þurfi að aukast stig af stigi sömuleiðis sem fjölbreyttar endurtekningar skulu verða viðhafðar í hvívetna.

Í Coerver Coaching fá leikmenn þjálfun í slíkum hlutum og leggjum við mikla áherslu á að þróast sem kennslu og hæfileikamótunaráætlun.  Þannig náum við sem best að hjálpa leikmönnum að hjálpa sér sjálfir og mæta þeim kröfum sem eru uppi á hverjum tíma.  -Og nú sem aldrei fyrr.


Knattspyrnukveðjur,

Heiðar Birnir Torleifsson

Ummæli

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Uppbygging Æfinga

Við þjálfun ungra leikmanna skiptir uppbygging æfinga gríðarlega miklu máli. Skoðanir eru sjálfsagt misjafnar á því eins og gengur. Mín skoðun er sú að hefðbundin fótboltaæfing eigi að innihalda eina megin stefnu eða þema. Allt frá upphitun þarf æfingin að vera uppbyggð með endirinn í huga og þannig þróast áfram þar til ákveðnu hámarki er náð. Í framhaldi af því á að enda æfingar með frjálsu spili hvar leikmenn eru kvattir til að hugsa um og framkvæma þá hluti sem þeir voru að æfa. Með vel skipulögðum æfingum hvar erfiðleikastigið eykst smám saman náum við að koma þeim þáttum sem við erum að kenna/þjálfa smám saman inn í leik leikmanna/iðkenda. Þannig hefur allt sem kennt er og þjálfað á æfingum svokallað ,,leikrænt gildi” og tilgangurinn því að leikmenn geti notað og framkvæmt færnina í leik. Hér að neðan kemur dæmi um uppbyggingu á æ...

Nýtum Tímann

Í þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu er mikilvægt að allur æfingatími sé eins vel nýttur og mögulegt er. Aldurinn 8-14 ára er oft kallaður hinn gullni aldur í hæfileikamótun ungra knattspyrnumanna þ.e. á þessum aldri eru leikmenn móttækilegastir og lífræðilega best til þess fallnir að þjálfa upp góða tækni(þó allir geta á öllum tíma og aldurskeiðum bætt sig)  Lykilatriðið er samt grunnfærnin sem allir aðrir þættir leiksins eru svo byggðir ofan á. Grunnfærni einstaklingsins eru að mínu mati eftirfarandi atriði.   Fyrsta snerting á bolta Hlaupa með bolta 1v1 hreyfingar Skjóta á mark Grunnurinn að þessu öllu er svo knattstjórnun eða “ball mastery”. Á þessum tiltekna aldri er gríðarlega mikilvægt að ofangreindir þættir séu útgangspunktar í allri þjálfun og sá grunnur sem aðrir þættir þjálfunar eru svo byggðir ofan á. Fyrir okkur í Coerver Coaching er algjört lykilatriði að boltinn sé miðpunktur alls í þjálfun barna og unglinga.  Allt f...

Færni Ungra Knattspyrnumanna

Þegar Gerard Houllier var fræðslustjóri franska knattspyrnusambandsins þá lét hann gera rannsókn á því hversu oft staðan 1v1 kæmi fyrir í einum knattspyrnuleik. Niðurstaðan var sú(þá) að það kemur allt að 300 sinnum fyrir staðan 1v1 í knattspyrnuleik.  Það eru liðin mörg ár síðan þessi rannsókn var framkvæmd og leikurinn orðinn enn hraðari og kröfuharðari á færni leikmanna.  Oftar en ekki er ungum leikmönnum fyrirskipað að senda boltann einfalt frekar en að reyna flóknari hluti s.s. að senda erfiðari sendingar( úrslitasendingar eins og Gylfi og Fabregas sem geta breytt leikjum), einleika og búa þannig til svæði fyrir sjálfan sig og aðra eins og Robben, Ronaldo og Messi.  Fyrir þann sem ekki reynir gerist tvennt. Annarsvegar gerir hann eða hún aldrei mistök og hinsvegar nær hann eða hún engum framförum!  Við getum spurt okkur þeirrar spurningar hvað leikmenn eiga að gera þegar það er enginn til að senda á? Eiga leikmenn að sparka boltanum útaf? Eða þurfa lei...