Fara í aðalinnihald

Knattstjórnun

Knattstjórnunaræfingar eru algjört lykilatriði í hæfileikamótun ungra leikmanna. Xavi Hernandes fyrrum fyrirliði Barcelona  og af mörgum talinn einn besti sendingarmaður allra tíma, sagði í viðtali fyrir nokkrum árum, að að hans mati væru knattstjórnunaræfingar grunnurinn að sendingarfærni! 

Grunnfærni einstaklingsins er að mati okkar í Coerver Coaching fyrsta snerting á bolta, mótttaka og sending, 1v1 hreyfingar, hlaupa með bolta og klára marktækifæri. 

Knattstjórnun er grunnurinn að þessu öllu saman.  Þeir sem eru duglegir að æfa knattstjórnun fá betri fyrstu snertingu á bolta.  Með betri fyrstu snertingu eykst sendingafærnin sömeiðis.  Auk þess sem tíminn á boltanum verður meiri os.frv.  


Knattstjórnun styrkir svo sömuleiðis knattraksfærnina, skotfærnina o.frv.

Það gildir einu hversu gamall/gömul þú ert eða á hvaða getustigi þú ert nákvæmlega núna. Það er aldrei of seint að bæta leik sinn. 

Fyrir þá sem vilja æfa sína knattstjórnun þá eru hér nokkur ráð. 


1. Gefðu þér tíma á hverjum degi. Þú þarft ekki mikið pláss. 
2. Notaðu hugmyndaflugið og sjáðu fyrir þér leikrænar aðstæður 
3. Notaðu báða fætur og njóttu æfingarinnar 

Hér er myndband með Luis Longstaff leikmaður Liverpool.  Myndbandið var tekið fyrir nokkrum árum en Luis er 18 ára í dag og spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool gegn Aston Villa fyrr í vetur. Á tímabili var ferill Luis í mikilli hættu vegna erfiðra meiðsla en hann hefur sannarlega náð sér á strik og bjó að góðum grunni. 
 Smelltu hér til að sjá myndbandið.

Knattspyrnukveðjur,
Heiðar Birnir Torleifsson

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Gildi þess að sjá bolta og umhverfi

Á æfingum mínum í Coerver Coaching legg ég mikla áherslu á að kenna og þjálfa upp leikskilning strax frá unga aldri.   Í   gamla daga var sagt að ekki væri hægt að kenna leikskilning.   Það væri eitthvað sem kæmi með reynslunni og á því að spila leikinn.   Að sjálfsögðu geta menn þjálfað upp slíkt á löngum tíma en ég er algjörlega ósammála því að ekki sé hægt að kenna leikskilning strax frá unga aldri.   Eins er ég ósammála þeirri gömlu fullyrðingu að ekki sé hægt að kenna og þjálfa tækni.   Talið var að sumir væru með tæknina og aðrir bara ekki!   Og sem betur fer, held ég að flestir séu ekki þeirrar skoðunar lengur.   Hinsvegar hef ég heyrt utan að mér suma þjálfara velta fyrir sér? , , Af hverju er verið að kenna gabbhreyfingar?  Það er ekki eins og menn séu að nota þær í leiknum!  Menn þurfa að geta tekið á móti bolta og sent!  That´s it!!! “ Slíkar fullyrðingar lýsa að mínu mati algjörri vanþekkingu á hæfileikamótun ungra leikmanna!   Samkvæmt rannsóknum þá kemur staðan 1v1

Leikstíll & Hæfileikamótun Ungra Leikmanna

Knattspyrna er liðsíþrótt hvar keppt er til sigurs. Sigur er alltaf markmið keppnisíþrótta.  Við þjálfun barna og unglinga er hinsvegar mikilvægt að sigur sé ekki á kostnað hæfileikamótunar. Því ef svo er þá verða ungir leikmenn af mikilvægum þáttum í sínu þróunarferli sem minnka möguleika þeirra á að ná sínum markmiðum í framtíðinni.  Ósigrar eru hluti af leiknum. Alveg eins og mistök eru hluti af velgengni. Nelson Mandela sagðist eitt sinn aldrei hafa upplifað ósigra. Heldur eingöngu sigra og lærða reynslu.  Mig langar að velta upp tveimur spurningum hér.   1. Hvaða leið og leikstíl er best að nota til að sigra í knattspyrnuleikjum? 2. Hvaða leið og leikstíl er best að nota í hæfileikamótun ungra leikmanna?  Ég svara fyrri spurningunni fyrst. Til þess ætla ég að nota sem dæmi tvo sigursæla þjálfara úr nútímanum. Þá Pep Guardiola(Manchester City) og Diego Simone(Atletico Madrid).  Leiðir þeirra eru trauðla ólíkar að sama markmiðinu þ.e. að sigra í knattspyrnuleikjum og vi

Leikmenn með fjölbreytta virkni

Að þjálfa unga leikmenn í sérstökum leikstöðum er mikil tímaskekkja að mínu mati og beinlínis röng þjálfun! Það á alls ekki að þjálfa leikmenn í yngri flokkum upp í einhverja eina leikstöðu! Það er rangt! Heldur þurfa leikmenn að vera þjálfaðir þannig að þegar upp í meistaraflokk er komið hafi þeir fjölbreytta „virkni“. Verði hinn fullmótaði leikmaður ef maður getur sagt sem svo þ.e. leikmaður sem getur til jafns bæði varist og sótt og tekist á við síbreytilegar aðstæður leiksins. Til þess þurfa leikmenn að hafa yfir að ráða fjölbreyttri virkni og færni. 1v1 hreyfingar gera gæfumuninn. Þó að lið sé miklu meira með boltann heldur en mótherjinn, þá ef mótherjinn er vel skipulagður og verst vel, getur reynst þrautinni þyngri að brjóta slík lið á bak aftur. Leikmenn sem geta búið til eitthvað úr engu eru sannarlega gulls ígildi fyrir öll lið og hefur það ekkert breyst og mun ekkert breytast. Æfingar í yngri flokkum þurfa því að endurspegla þetta og er grunnfærni einstaklings lykilatriði og