Fara í aðalinnihald

Leikmenn með fjölbreytta virkni


Að þjálfa unga leikmenn í sérstökum leikstöðum er mikil tímaskekkja að mínu mati og beinlínis röng þjálfun!


Það á alls ekki að þjálfa leikmenn í yngri flokkum upp í einhverja eina leikstöðu! Það er rangt! Heldur þurfa leikmenn að vera þjálfaðir þannig að þegar upp í meistaraflokk er komið hafi þeir fjölbreytta „virkni“.

Verði hinn fullmótaði leikmaður ef maður getur sagt sem svo þ.e. leikmaður sem getur til jafns bæði varist og sótt og tekist á við síbreytilegar aðstæður leiksins.

Til þess þurfa leikmenn að hafa yfir að ráða fjölbreyttri virkni og færni. 1v1 hreyfingar gera gæfumuninn. Þó að lið sé miklu meira með boltann heldur en mótherjinn, þá ef mótherjinn er vel skipulagður og verst vel, getur reynst þrautinni þyngri að brjóta slík lið á bak aftur.

Leikmenn sem geta búið til eitthvað úr engu eru sannarlega gulls ígildi fyrir öll lið og hefur það ekkert breyst og mun ekkert breytast. Æfingar í yngri flokkum þurfa því að endurspegla þetta og er grunnfærni einstaklings lykilatriði og það sem allir aðrir þættir leiksins byggjast á.

Upp að 12 ára aldri þarf áhersla þjálfara á þessa þætti að vera algjör! Einstaklingsmiðuð leikræn þjálfun og leikæfingar í smáum hópum er það sem gildir.

Í eldri aldurshópum er svo byggt ofan á þá þjálfun. Æfingar á öllum aldri í allri hæfileikamótun þurfa að vera uppbyggðar þannig að það sé mikil og góð endurtekning sem þróist út í aukið erfiðleikastig með hæfilegri pressu og endi svo í fullri leikrænni pressu.

Þannig náum við að æfa og þjálfa leikmenn með fjölbreytta virkni sem er það sem leikurinn krefst af leikmönnum í dag. Tíminn á boltanum er alltaf að verða minni og hraðinn þar með meiri.

Okkar framtíðarleikmenn þurfa að vera í stakk búnir að takast á við þróun fótboltans og hafa fjölbreytta virkni.

Að vera með sama álag alla æfinguna(oft lágt), marga í liði hvar einhverjir iðkendur fá ekki boltann má ekki gerast. Til að ná framförum þurfa leikmenn að hafa boltann!

Unga leikmenn sem er festir í sérstökum leikstöðum er beinlínis verið að eyðileggja. Nútíminn og framtíðin kallar á að öðruvísi nálgun.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Uppbygging Æfinga

Við þjálfun ungra leikmanna skiptir uppbygging æfinga gríðarlega miklu máli. Skoðanir eru sjálfsagt misjafnar á því eins og gengur. Mín skoðun er sú að hefðbundin fótboltaæfing eigi að innihalda eina megin stefnu eða þema. Allt frá upphitun þarf æfingin að vera uppbyggð með endirinn í huga og þannig þróast áfram þar til ákveðnu hámarki er náð. Í framhaldi af því á að enda æfingar með frjálsu spili hvar leikmenn eru kvattir til að hugsa um og framkvæma þá hluti sem þeir voru að æfa. Með vel skipulögðum æfingum hvar erfiðleikastigið eykst smám saman náum við að koma þeim þáttum sem við erum að kenna/þjálfa smám saman inn í leik leikmanna/iðkenda. Þannig hefur allt sem kennt er og þjálfað á æfingum svokallað ,,leikrænt gildi” og tilgangurinn því að leikmenn geti notað og framkvæmt færnina í leik. Hér að neðan kemur dæmi um uppbyggingu á æ...

Nýtum Tímann

Í þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu er mikilvægt að allur æfingatími sé eins vel nýttur og mögulegt er. Aldurinn 8-14 ára er oft kallaður hinn gullni aldur í hæfileikamótun ungra knattspyrnumanna þ.e. á þessum aldri eru leikmenn móttækilegastir og lífræðilega best til þess fallnir að þjálfa upp góða tækni(þó allir geta á öllum tíma og aldurskeiðum bætt sig)  Lykilatriðið er samt grunnfærnin sem allir aðrir þættir leiksins eru svo byggðir ofan á. Grunnfærni einstaklingsins eru að mínu mati eftirfarandi atriði.   Fyrsta snerting á bolta Hlaupa með bolta 1v1 hreyfingar Skjóta á mark Grunnurinn að þessu öllu er svo knattstjórnun eða “ball mastery”. Á þessum tiltekna aldri er gríðarlega mikilvægt að ofangreindir þættir séu útgangspunktar í allri þjálfun og sá grunnur sem aðrir þættir þjálfunar eru svo byggðir ofan á. Fyrir okkur í Coerver Coaching er algjört lykilatriði að boltinn sé miðpunktur alls í þjálfun barna og unglinga.  Allt f...

Færni Ungra Knattspyrnumanna

Þegar Gerard Houllier var fræðslustjóri franska knattspyrnusambandsins þá lét hann gera rannsókn á því hversu oft staðan 1v1 kæmi fyrir í einum knattspyrnuleik. Niðurstaðan var sú(þá) að það kemur allt að 300 sinnum fyrir staðan 1v1 í knattspyrnuleik.  Það eru liðin mörg ár síðan þessi rannsókn var framkvæmd og leikurinn orðinn enn hraðari og kröfuharðari á færni leikmanna.  Oftar en ekki er ungum leikmönnum fyrirskipað að senda boltann einfalt frekar en að reyna flóknari hluti s.s. að senda erfiðari sendingar( úrslitasendingar eins og Gylfi og Fabregas sem geta breytt leikjum), einleika og búa þannig til svæði fyrir sjálfan sig og aðra eins og Robben, Ronaldo og Messi.  Fyrir þann sem ekki reynir gerist tvennt. Annarsvegar gerir hann eða hún aldrei mistök og hinsvegar nær hann eða hún engum framförum!  Við getum spurt okkur þeirrar spurningar hvað leikmenn eiga að gera þegar það er enginn til að senda á? Eiga leikmenn að sparka boltanum útaf? Eða þurfa lei...