Fara í aðalinnihald

Færni Ungra Knattspyrnumanna

Þegar Gerard Houllier var fræðslustjóri franska knattspyrnusambandsins þá lét hann gera rannsókn á því hversu oft staðan 1v1 kæmi fyrir í einum knattspyrnuleik. Niðurstaðan var sú(þá) að það kemur allt að 300 sinnum fyrir staðan 1v1 í knattspyrnuleik. 


Það eru liðin mörg ár síðan þessi rannsókn var framkvæmd og leikurinn orðinn enn hraðari og kröfuharðari á færni leikmanna. 

Oftar en ekki er ungum leikmönnum fyrirskipað að senda boltann einfalt frekar en að reyna flóknari hluti s.s. að senda erfiðari sendingar( úrslitasendingar eins og Gylfi og Fabregas sem geta breytt leikjum), einleika og búa þannig til svæði fyrir sjálfan sig og aðra eins og Robben, Ronaldo og Messi. 

Fyrir þann sem ekki reynir gerist tvennt. Annarsvegar gerir hann eða hún aldrei mistök og hinsvegar nær hann eða hún engum framförum! 

Við getum spurt okkur þeirrar spurningar hvað leikmenn eiga að gera þegar það er enginn til að senda á? Eiga leikmenn að sparka boltanum útaf? Eða þurfa leikmenn að hafa verkfæri í kistunni til að geta leyst þess háttar stöður. 

Maður heyrir oft að gabbhreyfingar séu einhversskonar trix sem ekki sé mikilvægt að leggja áherslu á. Gabbhreyfingar eru ekki trix! Þær eru verkfæri fyrir leikmenn til að búa til svæði til að skapa meira. Hvort heldur næsta skref er að senda boltann, skjóta á markið eða koma með aðra gappbhreyfingu o.frv. 

Hvað ætli margir þjálfarar kenni skipulagðar gabbhreyfingar í yngri flokkum á Íslandi? 

Ég tek það fram að ég veit ekki svarið við þeirri spurningu en vona að sem flestir séu með kennslu þeim efnum. 

En þó gabbhreyfingar séu mikilvægar þá eru þær bara einn hluti í færni stiganum. Við hjá Coerver Coaching skiptum grunnfærni ungra knattspyrmanna í 6 stig. 

Að mínu mati eru aðeins tvær leiðir til að halda bolta innan sinna raða. 

Annars vegar að leikmaður haldi boltanum sjálfur(með því að skýla bola) eða með samleik innan liðsins. 

Leikmaður þarf því að geta mótttekið og sent boltann með afgerandi hætti. Ungur leikmaður sem er alltaf beðin um að senda boltann helst í fystu snertingu(einfalt) hefur ekki tækifæri til að þróa með sér þá færni sem þarf til að geta verið leikmaður meistaraflokks liði hvar leikstíllinn snýst um að hafa boltann og krafa er gerð um skapandi hugsun við krefjandi aðstæður. 

Fyrir stórleik Bayern Munchen og Dortmund í þýsku deildinni á dögunum sagði Pep Guardiola þjálfari Bæjara að hans lið þyrfti að hafa boltann til að geta unnið leikinn :) 

Til að geta framkvæmt þess samleiks-leikstíl þá þurfa leikmenn að hafa yfir að ráða gríðarlegri færni og geta leyst hinar ýmsu stöður á vellinum eins og gefur að skilja. Enda eru Bæjarar ekki fátækir af slíkum leikmönnum og nokkrir þeirra farið í gegnum æfingaáætlun Coerver Coaching eins og Arjen Robben. 

Þegar niðurstöður Heimsmeistaramótsins í Brasilíu eru skoðaðar koma nokkrar áhugaverðar tölur fram.  

70% af mörkum Heimsmeistara Þjóðaverja eru skoruð eftir samleik (possession), eftir að hafa unnið boltann á vallarhelmingi mótherja. 
Í opnum leik voru 49% allra marka skoruð innan 5 sek frá því að lið hafi unnið boltann og yfir 80% af mörkum voru skoruð innan 15 sek frá því að lið hafði unnið boltann. 

Nútíma fóltboltamaðurinn þarf að hafa alhliða færni. 

Leikmaður þarf að geta framkvæmt gabbhreyfingar í stöðunni 1v1, geta tekið á móti og sent boltann við krefjandi aðstæður og með skapandi hugsun. Þarf að hafa hraða með og án bolta, séð leikinn fram í tímann o.frv. 

Uppbygging æfinga og kennslufræðin skiptir því lykilmáli hjá ungum leikmönnum auk þess sem ungir leikmenn þurfa að vera duglegir að æfa sig sjálf(ir) með skipulögðum hætti. 

Hvernig skal æfingum háttað þannig að leikmenn hafi tækifæri til að byggja upp alhliða færni? 

Hér er tillaga að uppbyggingu æfinga: 

Knattstjórnun 
Einn bolti á hvern leikmann. Æfingar hvar áhersla er lögð á að þjálfa jafnt báðar fætur og stöðugar endurtekningar. 

Mótttaka og Sending 
Æfingar og leikir sem þjálfa upp góða fyrstu snertingu á bolta og sömuleiðis nákvæmar og skapandi sendingar. 

Hreyfingar 1v1 
Æfingar og leikir sem þjálfa upp færni leikmanna í stöðunni 
1v1 og hjálpa viðkomandi í að búa til pláss gegn þéttri vörn mótherjanna. 

Hraði 
Æfingar og leikir sem leggja áherslu á að bæta hraða, kraft og samhæfingu með og án bolta. 

Klárun 
Æfingar og leikir sem leggja áherslu á að bæta tækni og 
ákvarðanartöku fyrir framan markið. 

Spilæfingar 
Æfingar og leikir í smáum hópum sem leggja áherslu á hraðar sóknir. 

Read more:  http://www.fotbolti.net/news/04-11-2014/faerni-ungra-knattspyrnumanna#ixzz4lzW5aFyn

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Leikmenn með fjölbreytta virkni

Að þjálfa unga leikmenn í sérstökum leikstöðum er mikil tímaskekkja að mínu mati og beinlínis röng þjálfun! Það á alls ekki að þjálfa leikmenn í yngri flokkum upp í einhverja eina leikstöðu! Það er rangt! Heldur þurfa leikmenn að vera þjálfaðir þannig að þegar upp í meistaraflokk er komið hafi þeir fjölbreytta „virkni“. Verði hinn fullmótaði leikmaður ef maður getur sagt sem svo þ.e. leikmaður sem getur til jafns bæði varist og sótt og tekist á við síbreytilegar aðstæður leiksins. Til þess þurfa leikmenn að hafa yfir að ráða fjölbreyttri virkni og færni. 1v1 hreyfingar gera gæfumuninn. Þó að lið sé miklu meira með boltann heldur en mótherjinn, þá ef mótherjinn er vel skipulagður og verst vel, getur reynst þrautinni þyngri að brjóta slík lið á bak aftur. Leikmenn sem geta búið til eitthvað úr engu eru sannarlega gulls ígildi fyrir öll lið og hefur það ekkert breyst og mun ekkert breytast. Æfingar í yngri flokkum þurfa því að endurspegla þetta og er grunnfærni einstaklings lykilatriði og...

Vitsmunaleg Færni í Knattspyrnu

Stundum er sagt að knattspyrnuþjálfun fari í hringi.   Er þá átt við að þessa stundina leggi allir áherslu á einhvern ákveðinn þátt frekar en einhvern annan. Þetta fer oftast eftir því hverjir skara fram úr á hverjum tíma. Ef við horfum aftur í tímann þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Á níunda áratug síðustu aldar voru menn t.d. mjög uppteknir af líkamlegu formi leikmanna. Var mikið unnið með hlaup og fleira án bolta, og í raun æfingar sem í dag myndu teljast ekki tengjast fótboltanum mikið.  Ástæðan var þýska landsliðið.  Oft nefnt þýska stálið!  Þeir unnu flesta fótboltaleiki á þessum tíma(og gera reyndar enn) og voru mjög líkamlega sterkir og höfðu mikið og gott úthald. Miklir íþróttamenn. Á árunum 1980-1990 varð þýska karlalandsliðið í fóbolta bæði Heims og Evrópu meistari. Fór auk þess tvisvar í úrslitaleik HM(vann s.s. einu sinni og var tvisvar í öðru sæti), og einu sinni að auki í undanúrslit EM. Þeir voru í raun fyrirmynd þessara ár...