Fara í aðalinnihald

Hliðarskref eins og Messi

Það eru fáir sem deila um það að Lionel Messi, leikmaður Barcelona sé einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar. Messi sem hefur unnið Ballon d'Or verðlaunin fjórum sinnum býr yfir einstakri færni. 

Þegar ég segi færni þá meina ég tæknileg atriði undir pressu við leikrænar aðstæður. 
Þó Messi búi yfir einstakri færni þá er það svo að ungir leikmenn geta lært þessa færni. Ef hreyfingarnar eru brotnar niður og æfðar skref fyrir skref þá geta áhugasamir leikmenn lært færni Messi! 

Messi notar töluvert ákveðna gabbhreyfingu sem við kennum í Coerver Coaching. Þessa frábæru Coerver æfingu er hægt að nota til að komast fram hjá mótherja, búa til svæði, framkvæma skot eða til að rekja bolta á ferð. 
Ef einhverjir muna eftir markinu hjá Messi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2011 á móti Man. Utd þá var það þessi tiltekna gabbreyfing sem bjó til það svæði sem Messi þurfti til að setja boltann í bláhornið, óverjandi fyrir Edwin Van Der Sar. 

Þrjú - mikilvæg skref fyrir leikmenn að hafa í huga til að sigra mótherja í 1v1. 

1.Sjáðu leikinn fram í tímann og skipuleggðu næstu skref. Það er til lítils að komast framhjá einum mótherja og vita svo ekki hvað á að gera næst? Messi lætur aldrei koma sér í vandræði. Hann er alltaf að plana næstu sendingu, hreyfingu eða skot. Þú verður að hugsa eins og Messi til að bæta leik þinn. 

2.Æfðu knattstjórnun. Lionel Messi er einn sá allra besti í að sigra mótherja einn á móti einum. Veittu því athygli hversu boltinn er nálægt honum þegar hann gerir árás á varnarmenn. Það er þessi mikla knattstjórn sem leikmaður þarf yfir að ráða til að vera góður í 1v1 eins og Messi! 

3.Skautaðu framhjá varnamanninum. Vörumerki Messi er hið svokallað “hliðarskref” eða “sidestep”. Hann notar iðulega þessa Coerver hreyfingu til að búa til svæði. Stígðu í aðra áttina þegar varnarmaðurinn nálgast og notaðu svo hinn fótinn til að skauta framhjá honum/henni með boltann inn í svæði hvar þú getur framkvæmt næstu skref! 

Hér er æfingin - Gangi þér vel


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Leikmenn með fjölbreytta virkni

Að þjálfa unga leikmenn í sérstökum leikstöðum er mikil tímaskekkja að mínu mati og beinlínis röng þjálfun! Það á alls ekki að þjálfa leikmenn í yngri flokkum upp í einhverja eina leikstöðu! Það er rangt! Heldur þurfa leikmenn að vera þjálfaðir þannig að þegar upp í meistaraflokk er komið hafi þeir fjölbreytta „virkni“. Verði hinn fullmótaði leikmaður ef maður getur sagt sem svo þ.e. leikmaður sem getur til jafns bæði varist og sótt og tekist á við síbreytilegar aðstæður leiksins. Til þess þurfa leikmenn að hafa yfir að ráða fjölbreyttri virkni og færni. 1v1 hreyfingar gera gæfumuninn. Þó að lið sé miklu meira með boltann heldur en mótherjinn, þá ef mótherjinn er vel skipulagður og verst vel, getur reynst þrautinni þyngri að brjóta slík lið á bak aftur. Leikmenn sem geta búið til eitthvað úr engu eru sannarlega gulls ígildi fyrir öll lið og hefur það ekkert breyst og mun ekkert breytast. Æfingar í yngri flokkum þurfa því að endurspegla þetta og er grunnfærni einstaklings lykilatriði og...

Vitsmunaleg Færni í Knattspyrnu

Stundum er sagt að knattspyrnuþjálfun fari í hringi.   Er þá átt við að þessa stundina leggi allir áherslu á einhvern ákveðinn þátt frekar en einhvern annan. Þetta fer oftast eftir því hverjir skara fram úr á hverjum tíma. Ef við horfum aftur í tímann þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Á níunda áratug síðustu aldar voru menn t.d. mjög uppteknir af líkamlegu formi leikmanna. Var mikið unnið með hlaup og fleira án bolta, og í raun æfingar sem í dag myndu teljast ekki tengjast fótboltanum mikið.  Ástæðan var þýska landsliðið.  Oft nefnt þýska stálið!  Þeir unnu flesta fótboltaleiki á þessum tíma(og gera reyndar enn) og voru mjög líkamlega sterkir og höfðu mikið og gott úthald. Miklir íþróttamenn. Á árunum 1980-1990 varð þýska karlalandsliðið í fóbolta bæði Heims og Evrópu meistari. Fór auk þess tvisvar í úrslitaleik HM(vann s.s. einu sinni og var tvisvar í öðru sæti), og einu sinni að auki í undanúrslit EM. Þeir voru í raun fyrirmynd þessara ár...

Knattstjórnun

Knattstjórnunaræfingar eru algjört lykilatriði í hæfileikamótun ungra leikmanna. Xavi Hernandes fyrirliði Barcelona sagði í nýlegu viðtali að knattstjórnunaræfingar væru algjör undirstaða leiksins að hans mati!  Leikmaður með góða knattstjórnun nýtur leiksins miklu betur hvar t.a.m. móttaka á bolta er með allt öðrum hætti en hjá leikmanni sem leggur ekki mikið upp úr slíkum æfingum.  Ef við myndum nota þá samlíkingu að hæfileikamótun leikmanna í fótbolta væri eins og að byggja hús, þá er knattstjórnun grunnurinn sem við byggjum aðra þætti út frá.   Grunnurinn verður að vera traustur og góður þannig að hægt sé að byggja flotta höll   Allt það frábæra sem gerist í leiknum er þegar einhver er með boltann. Þannig að mikilvægi þess að þjálfa upp gott „touch“( eins sagt er á fótboltamáli) sem og samhæfingu, skottækni, færni til að rekja bolta og senda er algjört lykilatriði fyrir hvern og einn leikmann.  Þjálfum upp góðar venjur   Knattstjórnun k...