Fara í aðalinnihald

Móttaka + Sending

Ég segi alltaf móttaka á undan sendingu af þeirri einföldu ástæðu að ef móttakan er góð er auðveldara að senda. 

Móttaka og sending er stór hluti af kennsluáætlun okkar í Coerver Coaching. 

Kennsluáætlun Coerver Coacing 

Knattstjórnun 
Einn bolti á hvern leikmann. Æfingar hvar áhersla er lögð á að 
þjálfa jafnt báðar fætur og stöðugar endurtekningar 

Móttaka og Sending 
Æfingar og leikir sem þjálfa upp góða fyrstu snertingu á bolta 
og sömuleiðis nákvæmar og skapandi sendingar 

Hreyfingar 1v1 
Æfingar og leikir sem þjálfa upp færni leikmanna í stöðunni 
1v1 og hjálpa viðkomandi í að búa til pláss gegn þéttri vörn mótherjanna 

Hraði 
Æfingar og leikir sem leggja áherslu á að bæta hraða, kraft og 
samhæfingu með og án bolta 

Klárun 
Æfingar og leikir sem leggja áherslu á að bæta tækni og 
ákvarðanartöku fyrir framan markið 

Spilæfingar 
Æfingar og leikir í smáum hópum sem leggja áherslu á hraðar sóknir 
Vissirðu það að fyrsta leiðin til að bæta móttöku og sendingu er að æfa knattstjórnun? 
Xavi Hernandes fyrrum leikmaður Barcelona og Spænska landsliðsins er af mörgum talin besti sendingamaður allra tíma. Xavi segir þetta um knattstjórnun 
„Knattstjórnun er grunnurinn sem þú getur byggt alla aðra þætti leiksins út frá“ – 
Knattstjórnun(ball mastery) er að mörgu leiti vanmetin þáttur í knattspyrnuþjálfun. Ég hvet alla unga leikmenn til að æfa vel knattstjórnun og alla þjálfara yngri flokka að vera með knattstjórnun sem hluta af æfinga uppbyggingunni. Mjög gott er t.d. að nota knattstjórnun sem upphitum. 

Hér er lítil heimaæfing fyrir þá sem vilja byrja að æfa sig 
Eins og Xavi segir þá styrkir knattstjórnun aðra þætti leiksins. 

Leikmaður sem er duglegur að æfa knattstjórnun bætir t.a.m. fyrstu snertingu á bolta og þá er móttakan orðin betri. Þegar móttaka er orðin góð þá er auðveldara að senda. Skottækni og knattrak styrkjast sömuleiðis með knattstjórnun. 

Þegar fyrsta snertingin er orðin þannig að þú ert farin að geta tekið boltann með þér í „fyrsta“ eins og sagt er. Þá strax ertu kominn með miklu betri færni heldur en áður. 

Talandi um Xavi þá stoppar hann aldrei boltann og fr svo af stað. Hann tekur boltann iðulega með sér í fyrstu snertingu og býr þannig til meira svæði fyrir sjálfan sig og þannig meira skapandi. 

Það er einnig gríðarlega mikilvægt að mínu mati að sendingar fari ekki beint í fætur á meðspilaranum heldur fyrir framan leikmanninn. Þannig gerast hlutirnir hraðar. 

Xavi sendir heldur ekki bara innanfótar. Alveg eins og móttaka á bolta getur ekki alltaf verið innanfótar. Leikmaður þarf að geta tekið á móti bolta á margvíslegan hátt að mínu mati. Hvort heldur er innan eða utanfótar, með rist, tá eða hvað þetta nú allt heitir. 

Leikurinn er síbreytilegur og þarf leikmaður að geta brugðist við öllum aðstæðum og fá rúm í sinni hæfileikamótun til að þróa ofangreinda færni. 

Leikmenn þurfa einnig að geta sent bolta á margvíslegan hátt. Ef þú sendir alltaf innanfótar og jafnvel alltaf í þá átt sem þú snýrð. Verðurðu fljótt mjög fyrirsjáanlegur leikmaður. 

Leikmenn þurfa að geta sent jafnt einfaldar og skapandi sendingar. Leikmaður sem getur sent ófyrirsjáanlegar sendingar er gríðarlega mikilvægur leikmaður. 

Anders Iniesta fyrrum samherja Xavi hjá Barcelona og Spænska landsliðinu er gott dæmi um leikmann sem notar bæði innan og utanfótar í samspili. 

Hér er mark sem Iniesta skoraði fyrir nokkrum árum hvar í sömu sókninni hann notar innanfótar, utanfótar og tá. Hér er markið 

Leikmaður sem er jafnvígur á báða fætur. Getur tekið á móti og sent bolta á margvíslegan hátt hefur þróað með sér frábæra færni. Þannig leikmanni er erfitt fyrir mótherja að mæta hvar engin veit hvað gerist næst! 

Ég hvet alla unga leikmenn að vera duglegir að æfa sig heima. Eins og í öðru þá er ekki nóg að æfa sig, heldur þarf að æfa sig rétt! Knattstjórnun er sá hluti sem styrkir alla aðra þætti leiksins og mikilvægt að það sé reglulegur þáttur í því sem þú gerir. 

Æfðu báða fætur. Það að vera jafnvíg(ur) á báða fætur getur líka verið fyrirbyggjandi varðandi meiðsli seinna meir. 

Æfðu utanfótar, innanfótar, rist og það sem þér dettur í hug. Vertu svo huggrakkur/hugrökk að prófa þessa hluti í spili á æfingum því þannig nærðu að þróa færnina og gera hana að þínum leik. 

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Leikmenn með fjölbreytta virkni

Að þjálfa unga leikmenn í sérstökum leikstöðum er mikil tímaskekkja að mínu mati og beinlínis röng þjálfun! Það á alls ekki að þjálfa leikmenn í yngri flokkum upp í einhverja eina leikstöðu! Það er rangt! Heldur þurfa leikmenn að vera þjálfaðir þannig að þegar upp í meistaraflokk er komið hafi þeir fjölbreytta „virkni“. Verði hinn fullmótaði leikmaður ef maður getur sagt sem svo þ.e. leikmaður sem getur til jafns bæði varist og sótt og tekist á við síbreytilegar aðstæður leiksins. Til þess þurfa leikmenn að hafa yfir að ráða fjölbreyttri virkni og færni. 1v1 hreyfingar gera gæfumuninn. Þó að lið sé miklu meira með boltann heldur en mótherjinn, þá ef mótherjinn er vel skipulagður og verst vel, getur reynst þrautinni þyngri að brjóta slík lið á bak aftur. Leikmenn sem geta búið til eitthvað úr engu eru sannarlega gulls ígildi fyrir öll lið og hefur það ekkert breyst og mun ekkert breytast. Æfingar í yngri flokkum þurfa því að endurspegla þetta og er grunnfærni einstaklings lykilatriði og...

Vitsmunaleg Færni í Knattspyrnu

Stundum er sagt að knattspyrnuþjálfun fari í hringi.   Er þá átt við að þessa stundina leggi allir áherslu á einhvern ákveðinn þátt frekar en einhvern annan. Þetta fer oftast eftir því hverjir skara fram úr á hverjum tíma. Ef við horfum aftur í tímann þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Á níunda áratug síðustu aldar voru menn t.d. mjög uppteknir af líkamlegu formi leikmanna. Var mikið unnið með hlaup og fleira án bolta, og í raun æfingar sem í dag myndu teljast ekki tengjast fótboltanum mikið.  Ástæðan var þýska landsliðið.  Oft nefnt þýska stálið!  Þeir unnu flesta fótboltaleiki á þessum tíma(og gera reyndar enn) og voru mjög líkamlega sterkir og höfðu mikið og gott úthald. Miklir íþróttamenn. Á árunum 1980-1990 varð þýska karlalandsliðið í fóbolta bæði Heims og Evrópu meistari. Fór auk þess tvisvar í úrslitaleik HM(vann s.s. einu sinni og var tvisvar í öðru sæti), og einu sinni að auki í undanúrslit EM. Þeir voru í raun fyrirmynd þessara ár...

Færni Ungra Knattspyrnumanna

Þegar Gerard Houllier var fræðslustjóri franska knattspyrnusambandsins þá lét hann gera rannsókn á því hversu oft staðan 1v1 kæmi fyrir í einum knattspyrnuleik. Niðurstaðan var sú(þá) að það kemur allt að 300 sinnum fyrir staðan 1v1 í knattspyrnuleik.  Það eru liðin mörg ár síðan þessi rannsókn var framkvæmd og leikurinn orðinn enn hraðari og kröfuharðari á færni leikmanna.  Oftar en ekki er ungum leikmönnum fyrirskipað að senda boltann einfalt frekar en að reyna flóknari hluti s.s. að senda erfiðari sendingar( úrslitasendingar eins og Gylfi og Fabregas sem geta breytt leikjum), einleika og búa þannig til svæði fyrir sjálfan sig og aðra eins og Robben, Ronaldo og Messi.  Fyrir þann sem ekki reynir gerist tvennt. Annarsvegar gerir hann eða hún aldrei mistök og hinsvegar nær hann eða hún engum framförum!  Við getum spurt okkur þeirrar spurningar hvað leikmenn eiga að gera þegar það er enginn til að senda á? Eiga leikmenn að sparka boltanum útaf? Eða þurfa lei...